Clio á toppnum í Evrópu

Renaulæt Clio hinn nýi.
Renaulæt Clio hinn nýi.

Bílasala í Evrópu í febrúarmánuði var sú minnsta frá 2015 en þegar upp var staðið reyndist Renault Clio hafa selst best.

Alls voru 24.914 Clio nýskráðir í febrúar en alls voru 1.063.264 fólksbílar seldir í Evrópusambandsríkjunum 27 í mánuðinum, samkvæmt upplýsingum greiningarfyrirtækisins  JATO Dynamics.

Golf hefur undanfarin misseri setið í efsta sæti lista yfir söluhæstu bíla Evrópu. Þar trónir hins vegar Clio nú og Golfinn er í öðru sæti með 24.735 eintök seld.

Kórónuveirufaraldurinn undanfarið hefur bitnað hart á bílaframleiðendum. Er um 21% samdrátt að ræða í tilfelli Golf en fjögur prósent hjá Clio.

mbl.is