Hefur selt bílinn með hundasætin

Elísabet drotting á göngu með tvo af Corgis-hundum sínum.
Elísabet drotting á göngu með tvo af Corgis-hundum sínum.

Daimler Double Six-lúxusbíll sem Elísabet Englandsdrottning keypti nýjan árið 1984 hefur verið seldur fyrr 80.500 sterlingspund, jafnvirði um 13,7 milljóna króna.

Bíllinn var seldur á uppboði hjá RM Sotheby's en meðal þess sem prýddi hann var sérstakur bekkur fyrir hunda drottningar, hina smágerðu corgi.

Til að komast að því hvort þessi bíll hentaði þörfum drottningarinnar reynslukeyrðu fulltrúar hennar bílinn 5.000 kílómetra. Var hann ekki afhentur hirðinni fyrr en allt við bílinn og búnað hans var talið fullkomið.

Í stað venjulegra lúxussæta aftast í farþegarýminu var smíðaður sérhannaður hundabekkur sem fyrr segir. Sérstakt blátt ljós var og falið bak við baksýnisspegilinn til að skjótt mætti bera kennsl á bílinn í neyð.

Drottningin ók bílnum oft sjálf en hún brúkaði hann í þrjú ár. Ökutækið var þó áfram í bílaflota hallarinnar til ársins 1990 er honum var skilað aftur til Jaguar. Í þjónustu drottningar var honum ekið alls 29.000 mílur eða um 46.000 km. Var hann í vörslu Jaguar til 2010 er hann var seldur.

„Bíll þessi sómdi drottningu vel en alkunna er að hún ók honum oft á fyrstu árum hans,“ sagði Paul Darvill hjá RM Sotheby's. agas@mbl.is

Drottningin fær ekki staðist corgi-hunda, enda leitun að meiri krúttum.
Drottningin fær ekki staðist corgi-hunda, enda leitun að meiri krúttum. AFP
Hinn konunglegi Daimler Double Six var með sérstakan bekk fyrir …
Hinn konunglegi Daimler Double Six var með sérstakan bekk fyrir hunda í innréttingunni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: