Frumsýna glænýjan Yaris í dag

Nýr Yaris Cross.
Nýr Yaris Cross. Ljósmynd/Toyota

Í dag, laugardag, frumsýna viðurkenndir söluaðilar Toyota nýjasta meðlim Toyota fjölskyldunnar, Yaris Cross.

Eins og nafnið gefur til kynna er þetta Yaris, og eins konar stóri bróðir þess Yaris sem við þekkjum svo vel.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Toyota.

Yaris Cross er 24 cm lengri, tekur meiri farangur og hefur meiri veghæð en Yaris en er jafn lipur og þægilegur. Hann er fáanlegur í Hybrid útfærslu bæði með framdrifi og fjórhjóladrifi
og hentar því vel í íslenskum aðstæðum hvort sem er í borgarumferðinni eða á ferðalögum.

Farangursrýmið býður upp á ýmsa möguleika og fella má sætisbakið í aftursæti niður á mismunandi vegu sem eykur enn möguleika á flutningi stærri hluta eins og skíða eða reiðhjóla.

Ljósmynd/Toyota.

Viðráðanlegt verð

Með Yaris Cross kemur nýjasta útfærsla á öryggisbúnaði Toyota, Toyota Safety Sense sem staðalbúnaður. Bíllinn er því með árekstraviðvörun, sjálfvirkum hraðastilli,
akreinastýringu, sjálfvirku háljósakerfi, blindsvæðaskynjara og umferðarskynjara með sjálfvirkri hemlun
 

Yaris Cross er fáanlegur í fimm útfærslum: Active, Active Plus, Elegant, Adventure og Premier Edition.
Verð á Yaris Cross Hybrid er frá 5.080.000 kr og Yaris Cross með bensínvél kostar frá 4.750.000 kr.
 

Frumsýning Yaris Cross fer fram hjá Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi á laugardag frá kl. 12 – 16.

mbl.is