Walmart tekur sjálfakandi vörubíla í notkun

Walmart hefur tekið sjálfakandi trukka í notkun.
Walmart hefur tekið sjálfakandi trukka í notkun. AFP

Verslunarrisinn bandaríski, Walmart, hefur tekið í notkun sjálfkeyrandi vörubíla sem flytja varning frá birgjum og í verslanir í Bandaríkjunum.

Þetta gerir Walmart í samstarfi við tæknifyrirtækið Gatik og keyra vörubílar verslunarinnar sjö mílna langan kafla í Arkansas, þar sem leyfi fyrir sjálfkeyrandi vörubílum hefur verið veitt. Vörubílarnir aka án þess að bílstjóri sitji undir stýri til vara.

Að sögn Walmart er þetta í fyrsta sinn sem sjálfkeyrandi bílar aka á meðal almennings án umsjónar ökumanns. Það dylst því engum að áhlaup sjálfakandi bíla á stétt vörubílstjóra er hafið af alvöru.

Hins vegar hafa sjálfkeyrandi bílar skapað störf frekar en að úrelda þau, þar sem sæg verkfræðinga og forritara þarf til þess að koma sjálfkeyrandi bílum á götuna svo öruggt sé. Þrátt fyrir það liggur ljóst fyrir að á endanum munu sjálfakandi bílar velta vörubílstjórum úr þeim sessi, sem þeir festu sig í við upphaf síðustu aldar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »