Aygo X frumsýndur á morgun

Hér má sjá Aygo X í fjórum mismunandi litum.
Hér má sjá Aygo X í fjórum mismunandi litum. Ljósmynd/Toyota Íslandi

Á morgun verður Toyota Aygo X frumsýndur hjá viðurkenndum söluaðilum í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Selfossi og Akureyri og boðið verður upp á reynsluakstur á Aygo X sýningunni sem er opin frá 12 til 16.

Aygo er minnsti bíllinn í Toyotafjölskyldunni og er fáanlegur í ýmsum útfærslum og í mörgum litum sem draga m.a. innblástur frá kryddi og ávöxtum. Chilirauðir, engiferdrapplitaðir, bláberjabláir og kardimommugrænir Aygo X verða því áberandi í umferðinni á næstunni.

Aygo X vekur eftirtekt á götu enda setja stórir brettakantar og LED aðalljós skemmtilegan svip á bílinn. Aygo X er 3,7 metra langur og því einstaklega þægilegur í meðförum og beygjuradíusinn er sá minnsti í flokki sambærilegra bíla,“ segir í tilkynningu frá Toyota á Íslandi.

Þá verður öryggisbúnaðurinn Toyota Safety Sense staðalbúnaður í öllum útfærslum bílsins.

mbl.is