Fjögur merki um að barnið þitt er að taka vaxtarkipp

Þrátt fyrir stöðugt ferli eiga sum börn til að taka …
Þrátt fyrir stöðugt ferli eiga sum börn til að taka vissa vaxtarkippi, bæði í hæð og þyngd, allt þar til fullri hæð er náð. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Börn vaxa og dafna þar til þau verða fullorðin. Fyrsta árið er þegar þau stækka hvað hraðast en svo hægist á vextinum eftir því sem þau eldast. Þrátt fyrir stöðugt ferli eiga sum börn til að taka vissa vaxtarkippi, bæði í hæð og þyngd. Öll eru börnin ólík og því er ómögulegt að segja hvenær svokallaðir kippir munu eiga sér stað.

Talið er að fyrstu kippir fari fram 7-10 dögum eftir fæðingu; barnið hefur lært á brjóstið, móðirin komin á lag með brjóstagjöf - hlutirnir ganga vel fyrir sig. Síðar er talað um vaxtarkippi kringum þriggja vikna, sex vikna, þriggja mánaða og sex mánaða aldurskeið. Besta mælitækið er þó barnið sjálft og hegðun þess. Eftirfarandi eru fjögur merki þess að um vaxtarkipp sé að ræða:


1. Barnið er stöðugt svangt

Þegar loks hefur verið komið á vissri fæðuáætlun, vill barnið allt í einu borða öllum stundum. Mæður ungbarna upplifa þetta sem linnulausa brjóstagjöf. Þau börn sem fengju þurrmjólk myndu gera kröfur um meira en venjulegan skammt. Börnin þurfa mikla næringu fyrsta árið. Allt sem þau fá fer í að hjálpa þeim að stækka, byggja upp vöðva og styrkja beinin.

Börn vaxa og dafna þar til þau verða fullorðin. Fyrsta …
Börn vaxa og dafna þar til þau verða fullorðin. Fyrsta árið er þegar þau stækka hvað hraðast en svo hægist á vextinum eftir því sem þau eldast. Ljósmynd/Thinstockphotos

2. Svefnvenjur barnsins breytast


Svefn skiptir höfuðmáli fyrir líkamann til að vaxa og dafna. Fyrir lítil börn er það afskaplega mikilvægt að hvílast vel. Þegar barnið er þreytt sýnir það pirring, suð og erfiða hegðun. Góður svefn er því undirstaða vellíðunar þeirra.


3. Barnið virðist meira pirrað en vanalega

Hér gæti verið um afleiðingu af kosti eitt að ræða. Barn sem er svangt og þreytt fer ekki vandlega með að leyna pirringi sínum. Jafnframt má ætla að barnið sé að upplifa vaxtaverki þó það sé óvíst.

4. Barnið hefur öðlast nýja færni

Líkami barnsins stækkar og sömuleiðis þroskast heili þess. Á fyrsta æviárinu er heilinn að þroskast jafnhratt og hann gerði í móðurkviði. Eftir það hægist smám saman á ferlinu. Þá er lindarblettur barna nær horfinn eftir fyrsta árið.


Heimildir: Parents.com

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert