Hvernig var dagurinn þinn?

Útskýrðu fyrir barninu þínu af hverju þú vilt vita hvernig ...
Útskýrðu fyrir barninu þínu af hverju þú vilt vita hvernig dagurinn hjá því var. Börn eru klók og skilja oft meira en við höldum. Athugið að myndin er úr myndabanka, ekki af eiginmanni Bell og dóttur. Ljósmynd/Thinkstock

Bandaríska leikkonan Kristen Bell deildi nýlega vangaveltum sínum um þankagang ungra barna í viðtali við dægurvefritið Popsugar.

Hún segir að það sé stór stund fyrir foreldra ungra barna á hverjum degi að taka á móti þeim eftir langan dag í leikskólanum. Það sé líka oft erfitt að skilja þau eftir þar, þó að þau séu í góðum höndum, vitandi að það er stundum meira en átta tíma aðskilnaður fram undan.

Bandaríska leikkonan Kristen Bell deilir hér einföldu en skilvirku ráði ...
Bandaríska leikkonan Kristen Bell deilir hér einföldu en skilvirku ráði til að fá börn á leikskólaaldri til ræða um ævintýri daganna. Hún gift leikaranum Dax Shepard og saman eiga þau tvær dætur, Delta og Lincoln. Ljósmynd/skjáskot

„Þegar svo stóra stund dagsins rennur upp og við tökum á móti litlu kútunum viljum við vita allt um daginn þeirra.. En fáum við oft bara já, nei, eða þögn,“ segir Bell. Dóttir mín sagði gjarna „ég veit það ekki“ þegar ég spyr hana um daginn hennar í leikskólanum.

Það er líklegt að fjölmargir foreldrar leikskólabarna tengi við þessa upplifun Bell en hún telur sig vita af hverju þetta stafar.

„Börn á leikskólaaldri hafa engan áhuga á að segja þér frá deginum sínum vegna þess að þau lifa í núinu. Þau eiga oft erfitt með að tengja við það sem er liðið. Þess vegna upplifa þau spurninguna mögulega sem einhvers konar áreiti,“ segir Bell

Hún segir að hún hafi því sest niður með dætrum sínum, Delta sem er þriggja ára og Lincoln sem er fimm ára og útskýrt fyrir þeim af hverju hún væri alltaf að spyrja:

„Vitið þið af hverju við spyrjum um það hvernig dagurinn ykkar var? Ég spyr ykkur og líka pabba ykkar um hvernig dagurinn var af því við höfum verið í burtu frá hvert öðru í langan tíma og mig langar að vita hvernig ykkur líður. Líka til að vita hvort þið hafið upplifað eitthvað sérstakt yfir daginn sem ykkur langar að tala um. Ef við tölum saman um dagana þá veit ég hvernig ykkur líður og við tengjumst betur. Þess vegna spyr fólk svo oft um dagana hjá hvort öðru, hvernig allt gekk. Þetta er góð leið til að sýna fólki að þú elskir það,“ útskýrði Bell fyrir dætrum sínum.

Þetta ofureinfalda spjall virkaði heldur betur því nú skilja dæturnar að þarna er ekki um pirrandi spurningu að ræða eða skipun heldur er dýpt og kærleikur á bak við hana.

Reyndar hefur orðið ákveðin hlutverkaskipting á heimilinu vegna umræðunnar þar sem þær eru farnar að svara móður sinni með þessum hætti:

„Minn dagur var mjög góður, en hvernig var þinn dagur?“

Fyrsti skóladagur Deltu litlu

Fyrsti skóladagurinn var víðar í veröldinni en á Íslandi þessa vikuna en Kristen Bell birti þessa mynd á Instagram-síðu sinni í gær þar sem Delta litla fór með foreldrum sínum í skólann í fyrsta sinn. Líklegt má telja að hún hafi haft frá miklu að segja eftir þennan merkilega dag. 

 

Heimild: Mummypages.ie

mbl.is