Dannielynn, dóttir Önnu Nicole Smith, er 12 ára í dag

Fyrir 12 árum í dag. Hér er er Dannielynn Hope ...
Fyrir 12 árum í dag. Hér er er Dannielynn Hope Marshall Birkhead nýfædd í fangi bróður síns Daniel Wayne Smith sem lést aðeins þremur dögum síðar. Móðir þeirra fylgist stolt með börnum sínum en hún lést sjálf fimm mánuðum síðar vegna ofneyslu lyfja, af sömu orsökum og Daniel. Ljósmynd/skjáskot

Dannielynn Birkhead fagnar 12 ára afmæli sínu í dag en hún hefur unnið sér það til frægðar að vera dóttir Önnu Nicole Smith, frægrar bandarískrar kynbombu og fyrirsætu.

Dannielynn ásamt föður sínum Larry Birkhead.
Dannielynn ásamt föður sínum Larry Birkhead. Ljósmynd/skjáskot


Anna Nicole átti töluvert sameiginlegt með annarri frægri kynbombu sem hét Marilyn Monroe, þó svo að sú fyrranefnda hafi ekki verið þekkt fyrir að leika í bíómyndum. En báðar urðu þær fórnarlömb eigin fegurðar, þær skiptu báðar um nafn til að eygja meiri von um frægð og frama og létust báðar fyrir fertugt vegna ofneyslu lyfja. Fyrra nafn Önnu Nicole var Vickie Lynn Hogan. 

Mæðgurnar þykja ótrúlega líkar.
Mæðgurnar þykja ótrúlega líkar. Ljósmynd/skjáskot

Meðal annars fræg vegna umdeilds hjónabands

Anna Nicole varð einna frægust fyrir að giftast hinum 89 ára gamla auðkýfingi J. Howard Marshall. Hún neitaði því alla tíð að hafa gifst honum vegna peninganna en umfjöllunin um hana fékk framhaldslíf í kjölfar frægra réttarhalda milli hennar og barna Marshalls út af fjölskylduauðnum. 

Úr myndbandi sem Larry birti eftir að þau feðgin fóru ...
Úr myndbandi sem Larry birti eftir að þau feðgin fóru saman í sundlaugargarð. Ekki er að sjá annað en að þessi tvö eigi gott og náið feðginasamband. Ljósmynd/skjáskot

Anna Nicole eignaðist tvö börn en dauði sonar hennar var um margt eins og í grískri harmsögu því hann lést úr ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja aðeins þremur dögum eftir að Anna Nicole eignaðist dóttur sína sem í dag fagnar 12 ára afmæli sínu. Í kjölfarið syrgði hún son sinn og stóð samtímis í harðvítugri forræðisdeilu við barnsföður sinn og föður Dannielynn,  Larry Birkhead.

Óhætt er að segja að þessir erfiðleikar hafi tekið sinn toll því Anna Nicole lést í febrúar 2007, aðeins 39 ára gömul, þegar Dannilynn var fimm mánaða gömul. 

Faðir Dannilynn fer nú með forsjá dótturinnar og er ekki að sjá annað en hún eigi gott og skemmtilegt líf með honum. Það er ólíklegt að hún eigi eftir að lenda í vandræðum vegna sorglegrar sögu fjölskyldu sinnar enda var hún mjög ung þegar hún missti bróður sinn og móður með aðeins fimm mánaða millibili. 

Fjölskyldan á mbl.is óskar þessari flottu ungu stúlku til hamingju með afmælið!

Hér má sjá myndband sem Eonline setti saman í tilefni afmælisins.  


Heimildir: Eonline  og Wikipedia

mbl.is