Dásamlegt fjölskyldufrí á Tenerife

Bjargey ásamt dætrum sínum Hrafnhildi og Bryndísi
Bjargey ásamt dætrum sínum Hrafnhildi og Bryndísi Ljósmynd/Aðsend

Nú er haustið að skella á af fullum krafti og þá dvelur fólk gjarna við sumarið sem hefur  nú kvatt okkur, sumarleyfin og ferðalögin. Hjónin Bjargey Ingólfsdóttir og Haraldur Ingi Birgisson fóru í sumar í draumafrí til Tenerife  ásamt dætrum sínum Bryndísi Ingu Haraldsdóttur og Hrafnhildi Elsu Haraldsdóttur og syninum Ingólfi Birgi Haraldssyni.

Ingólfur var mjög hrifinn af heimsókninni í Monkey Park
Ingólfur var mjög hrifinn af heimsókninni í Monkey Park Ljósmynd/Aðsend

Hún segir frá ferðinni á bloggsvæði sínu Bjargeyogco.com og segir þar ferðina hafa verið algert draumafrí.

„Við fjölskyldan vorum að koma heim úr sumarfríinu okkar en við fórum í alveg dásamlega fjölskylduferð til Tenerife með Gaman Ferðum. Við fórum síðast til Tenerife fyrir 10 árum en þá voru stelpurnar ekki nema eins árs og fjögurra ára svo það var mjög gaman að koma aftur á þessa fallegu eyju og sjá hvað hefur breyst á þessum tíu árum.

Hjónin Bjargey og Haraldur Ingi.
Hjónin Bjargey og Haraldur Ingi. Ljósmynd/Aðsend

Ég er náttúrlega bara heppnasta kona í öllum heiminum að geta kallað mig mömmu þeirra! Þvílíkar gersemar þessar fallegu stelpur sem ég á,“ segir Bjargey og bætir við að sonurinn hafi ekki verið fæddur þegar þau fóru í fyrra skiptið og því tímabært að leyfa honum að njóta eyjarinnar líka. 

Fjölskyldan gerði vel við sig í mat og drykk.
Fjölskyldan gerði vel við sig í mat og drykk. Ljósmynd/Aðsend

Allt innifalið á hótelinu

Bjargey segir að þau hafi notið alls hins besta í mat og drykk en þau kusu að vera á hóteli þar sem allt fæði og drykkir voru innifaldir og sagði að maturinn hefði verið bæði góður og fjölbreyttur með ýmiskonar þema, ítalskt, asískt og fleira. 

Dæturnar árið 2008.
Dæturnar árið 2008. Ljósmynd/Aðsend

Henni fannst það mjög þægilegt að geta alveg sleppt því að versla  eða hafa áhyggjur af eldamennsku. Markmiðið með ferðinni var að fara gott frí saman, slaka á og njóta samverunnar.  Þau hafi þó líka farið á veitingastaði, bæði staði sem þau prófuðu fyrir tíu árum og rifjuðu upp heimsóknina í ár. Þau fóru í vatnsrennibrautagarðinn Síam Park, apagarðinn Monkey  Park og nutu þess að vera á ströndinni og í sundlauginni.

Og dæturnar 10 árum síðar, árið 2018.
Og dæturnar 10 árum síðar, árið 2018. Ljósmynd/Aðsend

„Það er ekkert dýrmætara í þessum heimi en fjölskyldan og samveran með börnunum, ég get alveg sagt ykkur það að þessi 10 ár sem voru milli Tenerife-ferða hjá okkur liðu mun hraðar en ég hefði getað ímyndað mér og eftir 10 ár í viðbót verða þessar dásamlegu dætur mínar líklega komnar með sína eigin fjölskyldu og á leið í frí til Tenerife,“ segir Bjargey að lokum.


Hér má lesa bloggfærslu Bjargeyjar um fríið.

mbl.is