Helgi Seljan og Katrín eiga von á barni

Helgi Seljan og Katrín Rut Bessadóttir eiga von á þriðja ...
Helgi Seljan og Katrín Rut Bessadóttir eiga von á þriðja barninu.

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan og Katrín Rut Bessadóttir, verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, eiga von á sínu þriðja barni. Parið á tvær dætur fyrir sem eru fæddar árin 2007 og 2010. 

Fréttir bárust af því í gær að Helgi væri kominn í tímabundið leyfi frá sjónvarpsþættinum Kveik á RÚV og ætli að sinna öðrum störfum á meðan. 

Von er á barninu í febrúar og óskar Fjölskylduvefurinn parinu innilega til hamingju. 

mbl.is