Fyrsta myndin af dóttur Kate Hudson

Rani Rose Hudson Fujikawa er lík móður sinni Kate Hudson ...
Rani Rose Hudson Fujikawa er lík móður sinni Kate Hudson og ömmu Goldie Hawn. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Leikkonan Kate Hudson hefur verið dugleg að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast með meðgöngunni sinni að undanförnu. Hún hefur nú eins og greint hefur verið frá fætt dóttur sína sem hún kallar „Rosebud“ og birti mynd af stúlkubarninu í vikunni. En nafnið sem dóttir hennar ber er Rani Rose Hudson Fujikawa.

Kate Hudson mætti í spjallþátt Ellen Degeneres á dögunum með móður sinni Goldie Hawn þar sem þær ræddu meðal annars fæðingu fyrri barna Hudson.

Litla stúlkan er friðsæl og falleg, fædd inn í skemmtilegt umhverfi þar sem stórfjölskyldan tekur virkan þátt í uppeldi barnanna eins og fram kemur víða á Instagram-reikningi leikkonunnar. 

View this post on Instagram

#Outie 🤰☺️

A post shared by Kate Hudson (@katehudson) on Sep 5, 2018 at 11:28pm PDT

View this post on Instagram

Pregnant together🤰❤️

A post shared by Kate Hudson (@katehudson) on Jul 7, 2018 at 6:36am PDTmbl.is