Fór í faðernispróf vegna þriðja barnsins

Leikarinn Owen Wilson er þriggja barna faðir.
Leikarinn Owen Wilson er þriggja barna faðir. AFP

Leikarinn Owen Wilson eignaðist dóttur á dögunum með Varunie Vongsvirates en Wilson var í fyrstu ekki viss um að hann ætti barnið. Er þetta þriðja barn Wilson sem á fyrir tvo stráka.

Us Weekly greinir frá komu barnsins en Wilson bauðst til þess að fara í faðernispróf í júní þegar Vongsvirates hélt því fram að barnið væri hans. „Owen hefur verið frábær faðir tveggja sona sinna og viðheldur góðu og hlýju sambandi við mæður þeirra. Ef faðernisprófið staðfestir að hann sé faðir annars barns mun hann auðvitað uppfylla skyldur sínar og styðja barn sitt,“ sagði heimildarmaður í júní. Síðan þá hefur Vongsvirates staðfest að barnið sé Wilsons. 

Wilson á hinn sjö ára gamla Robert Ford með fyrrverandi kærustu sinni Jade Duell og hinn fjögurra ára Finn Wilson með Caroline Lindqvist.

Owen Wilson.
Owen Wilson. AFP
mbl.is