Vinsælustu barnanöfnin næsta áratuginn

Nafn Karlottu prinsessu er talin vera ástæðan fyrir vinsældum nafnsins ...
Nafn Karlottu prinsessu er talin vera ástæðan fyrir vinsældum nafnsins Charlotte. AFP

Á Íslandi er auðvelt að komast yfir upplýsingar um hvaða barnanöfn eru vinsæl. Það er þó erfiðara að segja til um það hvaða nöfn verða vinsælust næstu misserin og hvað þá næsta áratuginn. Sérfræðingar á vefnum Nameberry hafa gert heiðarlega tilraun til þess að spá fyrir um hvaða nöfn verða vinsælust næsta áratuginn. 

Sérfræðingarnir vilja meina að nöfn sem verða skyndilega vinsæl endist ekki lengi á toppnum. Nöfn sem komast á toppinn hægt og rólega og halda stöðu sinni þar eru líklegri að halda vinsældum sínum í nokkurn tíma áður en vinsældirnar byrja að fjara út.  

Fólk í fréttum hefur lengi haft áhrif á vinsældir nafna og hefur það sýnt sig á Íslandi. Því þarf það ekki að koma á óvart að vinsælasta stúlknanafnið í könnuninni sé Charlotte eða Karlotta en Karlotta prinsessa er ástæðan. Harper vermir þriðja sætið í stúlknaflokkinum en dóttir Beckham-hjónanna heitir einmitt Harper.

Harper Seven Beckham.
Harper Seven Beckham. skjáskot/Instagram

Þótt um sé að ræða erlend nöfn er ekki ólíklegt að sömu nöfn verði í tísku á Íslandi árið 2028.  

Stúlknanöfn

Charlotte

Amelia

Harper

Emma

Olivia

Evelyn

Mia

Aria

Ava

Sofia

Drengjanöfn

Liam

Mateo

Maverick

Noah

Lincoln

Lucas

Henry

Theodore

Jaxon

Oliver

Nöfn fyrir bæði kynin

Avery

Quinn

Sawyer

Parker

Nova

Charlie

Finley

Emerson

Logan

Rowan

mbl.is