Opnar sig um frjósemisvandamál

Jessie J opnaði sig á sviðinu í Royal Albert Hall.
Jessie J opnaði sig á sviðinu í Royal Albert Hall. AFP

Íslandsvinkonan Jessie J opnaði sig um vandamál sín tengd barneignum á tónleikum sínum í Royal Albert Hall í London á dögunum. Hin 30 ára gamla tónlistarkona greindi frá því að hún gæti ekki eignast börn en áður hafði hún talað opinskátt um löngun sína til þess að eignast barn. 

„Fyrir fjórum árum var mér sagt að ég gæti aldrei eignast börn,“ sagði Jessi J á sviðinu áður en hún söng lagið Four Letter Word en þetta kemur fram á vef Metro.  

Segist hún ekki hafa greint frá þessu til þess að fá samúð þar sem hún er bara ein af milljónum kvenna og karla sem eru að ganga í gegnum þetta. „Þetta getur ekki verið eitthvað sem skilgreinir okkur,“ sagði söngkonan sem samdi lagið út frá reynslu sinni. 

Fyrir fimm árum greindi Jessie J frá því að hún vildi stofna fjölskyldu mjög fljótlega. „Þegar ég varð 25 ára breyttist eitthvað innra með mér. Ég sé börn 100 prósent í framtíð minni. Mjög fljótlega,“ sagði tónlistarkonan í viðtali. 

Jessi J á sviðinu á Íslandi í sumar.
Jessi J á sviðinu á Íslandi í sumar. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert