Tók upp dótturina heyra í fyrsta sinn

Sienna litla Ashton heyrði fyrst í móður sinni tveggja mánaða.
Sienna litla Ashton heyrði fyrst í móður sinni tveggja mánaða. skjáskot/Youtube

Móðirin Melanie Ashton tók myndband þegar dóttir hennar heyrði í fyrsta sinn þá tveggja mánaða. Þurfti dóttir hennar, Sienna Ashton, sem nú er orðin eins árs að fá heyrnatæki til þess að heyra en foreldrarnir höfðu haft áhyggjur af því að dóttir þeirra myndi aldrei heyra og hvað þá getað talað. 

Móðirin sagði í viðtali sem birtist á vef Metro að viðbrögð dóttur sinnar hefðu ekki verið rosaleg en hægt væri að sjá að eitthvað væri breytt. Á einum tímapunkti byrjar sú litla að vera óróleg en þegar móðir hennar róaði hana vissi hún að dóttir sín heyrði í sér. Rett fyrir eins árs afmælið sagði hún svo mamma í fyrsta skipti. 

Litla stúlkan féll á heyrnaprófi 12 klukkutíma gömul og enn aftur þegar hún var eins vikna. Þegar stúlkan var fjögurra vikna gömul var hún greind heyrnaskert en í ljós kom að hún væri alveg heyrnalaus á öðru eyra og með miðlungs til verulega heyrnaskerðingu á hinu eyranu. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert