Jólaverkstæði fyrir jólasveina

Börnin eru farin að hlakka til komu jólasveinanna sem geta …
Börnin eru farin að hlakka til komu jólasveinanna sem geta nú keypt vistvænar gjafir í skóinn í Norræna húsinu. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Í Norræna húsinu fyrir jólin verður ýmislegt áhugavert hægt að gera með börnunum. Vistvæn jól er yfirskrift jólanna að þessu sinni og hefur m.a. verið sett upp jólaverkstæði í verslun Norræna hússins þar sem jólasveinar geta keypt plastlaust dót í skóinn, frá og með 22. nóvember til 20. desember.

Þann 2. desember verður síðan landsmönnum boðið upp á glæsilegan vistvænan jólamarkað þar sem hægt verður að kaupa umhverfisvænar vörur fyrir jólin og í jólapakkann í Norræna húsinu.

Fjölskyldan getur síðan farið saman á námskeið í endurunnu föndri 8. desember þar sem Málfríður Finnbogadóttir kennir m.a. hvernig hægt er að breyta gamalli bók í fallegt jólaskraut. Aðgangur er ókeypis á námskeiðið og er ætlaður öllum aldurshópum frá 7 ára, hámark 50 pláss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert