Fá sín eigin jólatré hjá ömmu

Karlotta prinsessa og Georg prins fá að skreyta sín eigin ...
Karlotta prinsessa og Georg prins fá að skreyta sín eigin jólatré hjá ömmu sinni og afa. AFP

Litla kóngafólkið, Karlotta prinsessa og Georg prins, fá sín eigin jólatré heima hjá móðurömmu sinni og afa. Carole Middleton er lítið fyrir að ræða fjölskyldu sína en veitti þó viðtal við The Telegraph á dögunum eins og People greinir frá. 

Heimili Middleton-hjónanna er um 80 kílómetra fyrir utan London og segir amman að sér finnist gaman að hafa eins mörg tré í húsinu og hún getur. Barnabörnin eiga sér herbergi hjá ömmu sinni og fá þau sín eigin tré í herbergi sín. Þau geta þannig fengið að skreyta trén sjálf. 

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja heimsækja Middleton-heimilið reglulega og er gott fyrir þau að komast í burtu frá annríkinu sem ríkir í höllinni. Carole Middleton vill ekki ræða samband dóttur sinnar og tengdasonar enda hefur reynslan kennt henni að það sé best að þegja. 

Foreldrar Katrínar hertogaynju, Carole og Michael Middleton.
Foreldrar Katrínar hertogaynju, Carole og Michael Middleton. AFP
mbl.is