Tíunda barn Eddie Murphy fætt

Leikarinn Eddie Murphy á heilan her af börnum.
Leikarinn Eddie Murphy á heilan her af börnum. LUCAS JACKSON

Grínleikarinn Eddie Murphy á fleiri börn en flesta dreymir um en tíunda barn hins 57 ára gamla leikara kom í heiminn í síðustu viku. Móðir nýfædda drengsins er unnusta Murphy, fyrirsætan og leikkonan Paige Butcher. 

Butcher sem er 39 ára hefur verið með grínistanum síðan árið 2012 og eiga þau saman hina tveggja ára gömlu Izzy Oona Murphy. E! greinir frá því að drengurinn hafi fengið nafnið Max Charles Murphy. 

Hin átta börn­in á Murp­hy með fjór­um kon­um. Hann eignaðist fimm börn með fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni, Nicole Mitchell Murp­hy, en þau skildu árið 2006. Hann á aðeins eitt barn með hinum barn­s­mæðrum sín­um ef Butcher er ekki talin með.  

Murp­hy á meðal ann­ars barn með fyrr­ver­andi kryddpí­unni Mel B en vildi ekki viður­kenna faðernið fyrr en eft­ir DNA-próf. 

mbl.is