Heilsan batnar þegar foreldrar sjúga snuð

Ýmislegt bendir til þess að það sé gott fyrir foreldra …
Ýmislegt bendir til þess að það sé gott fyrir foreldra að hreinsa snuð barna sinna með sínu eigin munnvatni. mbl.is/Thinkstockphotos

Það getur borgað sig fyrir foreldra að hreinsa snuð barna sinn með því að stinga þeim upp í munn sinn. Ný rannsókn sýnir að börn foreldra sem gerðu þetta voru með betra ónæmiskerfi. 

Healthline greinir frá því að fylgst hafi verið með 128 mæðrum og börnum þeirra í rannsókninni í 18 mánuði. Voru mæðurnar spurðar út í það hvernig þær þrifu snuð barna sinna og börnin rannsökuð. Vilja höfundar meina, þótt frekari rannsóknir þurfi til, að þessi aðferð hjálpi örverum sem stuðla að betri heilsu að berast frá munni foreldra með snuðinu til barnsins. 

Þó svo vísindafólk mótmæli ekki tilgátunni þrátt fyrir smæð rannsóknarinnar er annað sem það hefur áhyggjur af. Prófessor við bandaríska háskólann Northwestern University bendir á að sýklar úr munni foreldra geta skaðað tannheilsu smábarna.  

Í rannsókn sem birt var árið 2016 kom fram að börn sem sugu putta sína og nöguðu neglurnar voru ólíklegri til þess að þróa með sér ofnæmi. 

Ætli móðirin hafi stungið snuðinu fyrst upp í sig?
Ætli móðirin hafi stungið snuðinu fyrst upp í sig? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert