Þegar eitt skipti er einu skipti of mikið

Ungt fólk víðs vegar um heiminn er að falla á …
Ungt fólk víðs vegar um heiminn er að falla á ógnahraða inn í heim fíknar. Þar sem eitt skipti er einu skipti of mikið. Ljósmynd/Thinkstockphotos

The New York Times hefur farið af stað með umfjöllun um opíóða faraldurinn sem nú geisar víða um heiminn. Markmiðið með þessari umfjöllun er að fræða fullorðna, ungt fólk og aðstandendur um þennan heim sem mörgum er hulinn. 

Í nýlegri umfjöllun fjölmiðilsins fjallar Mark E Trent um lífssögu Allie Rambo sem býr í Greenbrier í vestur Virginíu. Trent hefur fjallað um fíknivandann frá árinu 2013. Tíðni dauðsfalla vegna fíknar er hvergi hærra en á þessum stað í landinu. 

Fréttin lýsir umhverfi unga fólksins sem leiðist á ógnahraða í harða neyslu. Það virðist taka einungis eitt skipti fyrir þau að verða háð ópíóðum. Rambo sem dæmi er stúlka sem hefur náð bata og segir að hún hafi ekki áttað sig á aðstæðum sínum fyrr en eftir á. Hún var í 7. bekk þegar hún prófaði morfín skyld lyf í fyrsta skiptið. Eitt leiðir að öðru. Félagsskapurinn hafi mikið með hlutina að gera og fjölskylduaðstæður, þó auðvitað leiðist börn frá allskonar heimilum í dag í neyslu. 

Það er verðugt verkefni fyrir alla foreldra að kynna sér þennan heim. Hann virðist keimlíkur þvert á landamæri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert