Þetta á eftir að bjarga jólunum

Börn elska boð þar sem allir eru á náttfötunum.
Börn elska boð þar sem allir eru á náttfötunum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Jólin eru tími barnanna. Fjölmargir hafa skipulagt samverudagatal með fjölskyldunni fyrir jólin. Það er ýmislegt skemmtilegt að gera með börnunum á þessum tíma. Að fara á skauta, heimsækja jólasveininn þar sem hans er von, horfa á kvikmyndir og fleira í þeim dúr er klassískt. 

Hér koma nokkrar fleiri frumlegar hugmyndir sem hægt er að nota í jólaboðum eða um hátiðina til að gera þau eftirminnilegri fyrir börnin.  

Súkkulaði skeiðar

Börn elska að föndra fyrir jólin. Ein góð leið til að fá þau til að föndra er að dýfa skeið ofan í súkkulaði og föndra síðan á skeiðina allskonar listaverk. Þessari skeið má síðan dífa í heitt jólasúkkulaðið á jóladagsmorgun.

Súkkulaði skeiðar sem hægt er að dífa ofan í jólasúkkulaði …
Súkkulaði skeiðar sem hægt er að dífa ofan í jólasúkkulaði er frábær tilbreyting og skemmtun um jólin. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Vera með litaþema boð

Börn elska allt sem er ævintýralegt. Hvað er ævintýralegra heldur en að bjóða í boð þar sem allir eiga að mæta í hvítum fatnaði eða rauðum? Það er ótrúlega gaman að vera með þema þegar kemur að klæðnaði gesta í jólaboðum. Jólanáttföt, jólapeysuþema, eða bara hvað sem fjölskyldunni dettur í hug. Fólk hefur gaman af því að hafa fyrir hlutunum og sem dæmi hafa þema þar sem allir gestir eru í sama lit slegið í gegn. 

Börn elska boð þar sem er fataþema. Jólapeysur, eða einn …
Börn elska boð þar sem er fataþema. Jólapeysur, eða einn ákveðinn litur hittir alltaf í mark. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Jólakökuþorp

Sá sem er listrænn veit að það er algjör óþarfi að setja piparköku húsin saman á hefðbundinn hátt. Af hverju ekki að blanda saman ólíkum pörtum og jafnvel búa til heilt jólakökuþorp eftir kúnstarinnar reglum? 

Jólakökuþorp er frábær hugmynd.
Jólakökuþorp er frábær hugmynd. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Bíltúr að skoða jólaljósin

Það getur verið mikil skemmtun að taka góðan bíltúr með fjölskyldunni að skoða jólaljósin hjá öðrum. Samverustund í bíl um jólin, með góða jólatónlist getur búið til skemmtilegar minningar fyrir alla. 

Að taka bíltúr með fjölskyldunni að skoða jólaljósin í öðrum …
Að taka bíltúr með fjölskyldunni að skoða jólaljósin í öðrum hverfum er æðislegt. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Jólamorgunmatur

Börn elska frumlegan mat. Af hverju ekki að búa til allskonar jólafígúrur úr hefðbundnum morgunmat. Brauð, beikon og egg er úrvals hráefni að vinna með hreindýr, jólasveina og fleira í þeim dúrnum. 

Morgunmatur í jólaanda er skemmtileg tilbreyting um jólin.
Morgunmatur í jólaanda er skemmtileg tilbreyting um jólin. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert