Sænsk barnaherbergi ómótstæðileg

Myndirnar sem Malin og Anna gera undir merkjum Mrs Mighetto …
Myndirnar sem Malin og Anna gera undir merkjum Mrs Mighetto eru einstakar og setja stemningu inn í herbergi barnanna. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Góð barnaherbergi eru gulls ígildi. Margir foreldrar eru að huga að því að uppfæra, breyta og bæta herbergi barna sinna um þessar mundir. 

Íslendingar eru snillingar í að búa til góðar lausnir og duglegir að uppfæra það sem betur má fara reglulega. Stíllinn hér á landi í barnaherbergjum minnir á það sem er að gerast í Svíþjóð um þessar mundir. En barnaherbergi í Svíþjóð eru skemmtileg blanda af gömlu og nýju með ómótstæðilegum smáatriðum sem gaman er að skoða.  

Hin sænska Ruta Viterson er innanhúshönnuður sem er með einstakan stíl sem er vinsæll um þessar mundir þegar kemur að barnaherbergjum. 

Hún notast mikið við gráa veggi og bleik efni. Hún setur fallega saman gamla hluti í bland við nýja. Það er hægt að eyða löngum stundum í að dást að samsetningu hennar og fagurfræði. 

Eins þykir Sanna Emelie með fallegan rómantískan stíl þar sem hvítur og bleikur er áberandi og tímabilshlutir fá stóran sess í hennar hönnun. Barnaherbergin í Svíþjóð eru oft og tíðum skreytt fallegum myndum, Malin og Anna, sem stofnuðu til fyrirtækisins Mrs Mighetto gera krúttlegar myndir sem setja punktinn yfir i-ið í barnaherbergjunum á þessum slóðum. View this post on Instagram

🌸🌸 Äntligen sover mitt lilla bus. Lååånga nattningar just nu 😅

A post shared by Sanna 🎠 (@sanna.emelie) on Oct 16, 2018 at 12:14pm PDT

View this post on Instagram

Love this photo 🧡🧡 by @peschkart #missolivia #mrsmighetto #landofbirds #ohbirds

A post shared by Mrs Mighetto (@mrsmighetto) on Nov 28, 2018 at 5:30am PST

View this post on Instagram

Pic of the day by @three.little.nordics 🧡 #misssofia #landofthebirds #mrsmighetto

A post shared by Mrs Mighetto (@mrsmighetto) on Nov 26, 2018 at 3:34am PSTmbl.is