Ráð frá móður með ólæknandi krabbamein

L. R. Knost berst fyrir lífi sínu þar sem hún …
L. R. Knost berst fyrir lífi sínu þar sem hún er með ólæknandi krabbamein. Hún finnur tíma til að gefa áfram hugsjónir sínar þegar kemur að uppeldi og hlutverki foreldra í lífinu. Ljósmynd/skjáskot Instagram

L. R. Knost berst við ólæknandi krabbamein en er foreldrum víðsvegar um heiminn mikil fyrirmynd. Hún er hugrökk, auðmjúk og deilir af reynslu sinni með því að deila því sem hún er að fara í gegnum sjálf.

Hugmyndir hennar eru svo fallegar að margir eru farnir að tileinka sér þessa hugsun daglega, sem kennarar barna sinna. Aðferðin er í anda nærgætis uppeldis. 

Kjarni hugmyndafræðinnar er að foreldrar eru helstu fyrirmyndir barna sinna. 

„Ég vildi kenna þér gleði, svo ég hló með þér. Ég vildi að þú fyndir til öryggis, svo ég var til staðar fyrir þig. Ég vildi að þú gætir sætt þig við aðra, svo ég sætti mig við þig eins og þú ert. Ég vildi að þú myndir ekki skammast þín fyrir þín eigin tár, svo ég passaði upp á að hylja ekki mín tár. Ég vildi að þú værir hugrökk/hugrakkur, svo ég leyfði þér að fylgjast með mér sigrast á mínum ótta. Ég vildi að hjartað þitt væri blítt, svo ég meðhöndlaði hjartað þitt með blíðu. Ég vildi að þú eltir drauma þína, svo ég sýndi þér hvernig ég elti mína drauma. Ég vildi að þú gætir sýnt samkennd, svo ég sýndi þér góðvild. Ég vildi að þú værir örlátur/örlát, svo ég deildi með þér öllu mínu. Ég vildi að þú lifðir í sátt við aðra, svo ég lifði í sátt við þig. Ég vildi að þú yrðir sá/sú sem þú ert sköpuð/skapaður til að vera, svo ég gaf þér vængi og frelsaði þig. L. R. Knost“ 

View this post on Instagram

“I wanted you to know joy, so I laughed with you. I wanted you to feel safe, so I was there for you. I wanted you to accept others as they are, so I accepted you as you are. I wanted you to be unashamed of your tears, so I didn't hide mine. I wanted you to be brave, so I let you see me conquer my fears. I wanted your heart to be tender, so I treated it with care. I wanted you to follow your dreams, so I let you see me follow mine. I wanted you to be compassionate, so I showed you kindness. I wanted you to be generous, so I shared freely all I had with you. I wanted you to live in peace with others, so I lived in peace with you. I wanted you to become who you were meant to be, so I gave you wings and set you free.” L.R.Knost 💞💞💞💞💞💞💞💞 Please respect the work of authors, photographers, and artists. You are welcome to share provided you include appropriate credit and do not crop out author’s names from quote memes. Thank you. 🙂 #thegentleparent #peacefulparenting #parenting #children #life #kindness #Jesuslover #humanlover #feminism #socialjustice #equality #globalresponsibility #humanity #peace #sexualassaultsurvivor #cancer #NETcancer #cancerwarrior #books #coffee #quote #LRKnost www.littleheartsbooks.com . Fighting a rare, incurable cancer, but I'm still here!💞 L.R.

A post shared by L.R. Knost (@lrknost) on Jan 8, 2019 at 10:51am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert