Finndu tilganginn með KonMari

Marie Kondo er að bjarga geðheilsu margra sem hafa verið …
Marie Kondo er að bjarga geðheilsu margra sem hafa verið vanmáttugir þegar kemur að því að halda heimilinu fallegu. KonMari leiðin virðist virka fyrir mjög marga. mbl.is/AFP

Ráð Marie Kondo fyrir daginn er: Taktu til - þá muntu komast að því hvað þér er ætlað að gera í lífinu.

KonMari-leiðin er vinsæl um þessar mundir. Fjölskyldur víða um heiminn taka hugmyndum hennar fagnandi. Marie Kondo var sú sem hafði mest gaman af því að taka til af öllum í kringum hana. Hún vissi lengi vel ekki hvað hún ætlaði sér að verða í lífinu, en síðan komst hún að því að það var í hennar hlutverki að kenna fólki að lifa í tilgangi sínum. 

„Þegar fólk hefur tekið til með leiðum KonMari kemst fólk að því hvað það hefur raunverulega gaman af því að gera í lífinu. Það getur vel verið að tilgangurinn sé okkur hulinn, en ef maður tekur hvern einasta hlut í hendurnar og spyr sjálfan sig hvort þessi hlutur búi til ánægju í lífinu, þá fer maður að sjá hvað skiptir máli í lífinu. Vinkona mín átti erfitt með að finna tilganginn, en eftir að hafa tekið til í bókunum sínum sá hún að hún hafði einungis áhuga á að geyma bækur um eitt fag, bækur um samfélagið. Þá sá hún að það var tilgangur hennar að leggja stund á það fag í framtíðinni.“

Hún segir að ef fólk á erfitt með að losa sig við hluti sé það vegna þess að við eigum erfitt með að losa okkur við fortíðina, eða óttumst framtíðina. 

Textinn er úr bókinni Life-Changing Magic of Tidying Up.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert