Hvernig eigum við að ala strákana okkar upp?

Esther Perel er að margra mati einn áhugaverðasti sambandsráðgjafi okkar …
Esther Perel er að margra mati einn áhugaverðasti sambandsráðgjafi okkar tíma.

Sambandsráðgjafinn Esther Perel er á því að við eigum ekki að ala strákana okkar upp í „eitraðri“ karlmennsku. 

Samkvæmt grein í Today segir Perel mikilvægt að foreldrar átti sig á því að það hvernig strákarnir okkar eru aldir upp í dag, mun móta framtíðarstefnu karlmennskunnar í heiminum um nána framtíð. 

„Við erum mörg farin að gera okkur grein fyrir því að eitruð karlmennska er slæm fyrir alla, konur hafa verið að þróa stöðu sína lengi en eftir situr að við eigum eftir að koma okkur saman um hvernig við viljum sjá karlmennskuna þróast. 

Þegar ég ól upp mína tvo stráka með eiginmanni mínum í New York var uppeldið með ákveðinn tilgang. Ég vildi kenna þeim að vera meðvitaðir um tilfinningar sínar, að þeir gætu leikið við aðra, sama af hvaða kyni vinir þeirra væru, eða úr hvernig menningu þeir kæmu. 

Síðan kenndi ég þeim að tengjast fólki. Að mínu mati ættum við að kenna öllum ungum strákum þetta. En þannig getum við aðstoðað þá í að líða betur og komum þeim út úr þeim hugmyndum að þeir eigi að vera sterkir, alltaf að keppa og að ekkert eigi að bíta á þá. 

Ef við sýnum börnum okkar fjölbreytileika þegar kemur að sem dæmi menningu þá verða þau víðsýnni og með minni fordóma. 

Leyfið strákunum ykkar að leika við það sem þeir vilja leika sér við, án þess að ákveða fyrir þá að eitthvað sé stelpudót og annað sé strákadót.

Leyfið börnunum að vera í kringum fullorðið fólk og að sitja við matarborðið þar sem hinir fullorðnu eru að ræða málin. Þannig fræðast þau um lífið og tilveruna. Eins geta börnin ykkar fengið upplýsingar frá fleiri aðilum en ykkur með þessum hætti.“ 

Að mati Perel ætti hver fjölskylda að hafa heilt samfélag í kringum sig. Hún er á því að ef við foreldrar komum fram við börnin okkar eins, sama af hvaða kyni þau eru, smitast þessi hugsun yfir í börnin okkar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert