„Ég skil af hverju þú ert í uppnámi“

Börn geta sveiflast i skapi og eiga oft erfitt með …
Börn geta sveiflast i skapi og eiga oft erfitt með að tjá hvað þau eru að ganga í gegnum. Þegar foreldrar segja að þeir sjái að eitthvað er að hafa áhrif eru þeir til staðar og hjálpa þannig börnum sínum að leysa úr hlutunum í staðinn fyrir að bæla þá niður. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Það er að verða vinsælt að hugsa í lausnum. Jákvæðni, hlátur og það að umbera alls konar tilfinningar er hluti af þeirri vinnu sem fólk fer að jafnaði í þegar það byrjar að vinna í sér. En það er án efa engum hollt að vera alltaf glaður. Lífið er verkefni og það gerast alls konar hlutir. 

Að bæla niður tilfinningar, kenna öðrum um og fleira í þeim dúrnum er sveifla síðustu aldar að margra mati, lausnamiðað uppeldi, lausnamiðað hjónaband og lausnamiðuð hugsun virðist vera það sem koma skal.

En hvernig er best að nota þessa aðferð í fjölskyldunni? Hvernig og hvar lærir maður þessa aðferð?

Það eru til margar ólíkar leiðir að lausnamiðaðri hugsun. Sérfræðingar víða um landið eru með áhugaverðar leiðir - til að leysa áskoranir með fólki. Síðan eru alls konar sjálfshjálparhópar og 12 spora kerfi sem leitast við að hjálpa fólki á þessari leið. 

Rithöfundfundurinn Amber Rae er með skemmtilega einfalda nálgun sem hægt er að nota til að gera fjölskylduna lausnamiðaða. Foreldrar eru að jafnaði hvattir til að tileinka sér þessa hugsun, enda smitar það fljótt yfir í börnin og stórfjölskylduna. 

Í lausnamiðuðu uppeldi eru sem dæmi um þetta góðar hugmyndir:

Hlutir sem foreldrar segja stundum:

„Ekki vera í uppnámi.“

„Ekki gráta.“

„Ekki vera svona viðkvæmur/viðkvæm.“

Þess í stað mætti segja:

„Ég skil af hverju þú ert í uppnámi.“

„Ég er til staðar.“

„Ég finn að þetta hefur mikil áhrif á þig.“

Ef við erum á því að hugsanir og orð skipta máli, þá er áhugavert að skoða hvernig hægt er að bregðast við í aðstæðum sem eru erfiðar með lausn í huga og rými fyrir einstaklinginn til að komast út úr tilfinningaástandinu sjálfur.

View this post on Instagram

USE YOUR WORDS WISELY ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ If there’s anything I’ve learned over the last decade of exploring the inner emotional world, it’s that we all want to feel seen. If we don’t feel seen, we don’t feel safe in our relationships. And when we *do* feel seen and heard? It’s pure magic. So much beauty and depth and intimacy can happen in this space. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ We have a responsibility with the words we use, especially when those we love are feeling achy. I used to be *horrible* at this because I didn’t know how to be with people when they were feeling vulnerable. It triggered the part of me that thought I needed to solve or fix something. If I couldn’t fix it, I felt inadequate and helpless. But feelings are not to be fixed; they’re to be embraced and allowed. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ With every word, we either lean in to connect and have someone feel seen, or we step back and disconnect. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ Instead of “don’t be _______,” we can say, “I get why you’d feel that way.” ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ Instead of “don’t cry,” we can say “I’m here.” ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ Rather than “don’t overthink it” or “don’t be so sensitive,” we can acknowledge the person and how much they care, or how deeply they’re impacted. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ Simple tweaks in language make a world of a difference in having us access greater depths in our relationships. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ As a highly emotional human, I feel enormous gratitude to my love @farhadini, who’s been such a teacher for me here. With deep empathy and compassion, I always experience him meet me where I am and have me feel embraced, no matter what currents are coming to the surface. “I’m here for you,” he always says with pure presence and love. Those four words can be the greatest gift. ❤️❤️❤️

A post shared by Amber Rae (@heyamberrae) on Feb 18, 2019 at 10:10am PST



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert