Hvort er skárra, njálgur eða lús?

Kristín Sif ásamt börnunum sínum tveimur, Söru og Heiðari.
Kristín Sif ásamt börnunum sínum tveimur, Söru og Heiðari.

Útvarpsstjarnan Kristín Sif ræddi um njálg og lús í þættinum Ísland vaknar við samstarfsmenn sína, Jón Axel og Ásgeir Pál. Þríeykið velti því fyrir sér hvort væri skárra að fá lús eða njálg.

Flestir foreldrar ungra barna óttast þessa tvo gesti meira en nokkuð annað í lífinu enda fer allt á hliðina ef báðir gestir eða annar hvor mætir á svæðið. Ef einn í fjölskyldunni fær njálg þarf að sótthreinsa heimilið og þarf öll fjölskyldan meðhöndlun. 

Kristín Sif útskýrði fyrir hlustendum K100 og samstarfsmönnum sínum á kómískan hátt hvernig hægt er að komast að því hvort barnið sé með njálg eða ekki.

Ráðið hennar Kristínar Sifjar er að taka vasaljós í hönd, taka sængina af barninu og skoða upp í endaþarminn. Ef hvítir strimlar á stærð við basmatíhrísgrjón taka á móti þér þegar þú lýsir upp afturendann á barninu er barnið með njálg. Ef ekkert sést skaltu draga andann djúpt og þakka fyrir hvað lífið er gott. 

mbl.is