Þórunn Antonía á von á barni

Þórunn Antonía á eina dóttur fyrir.
Þórunn Antonía á eina dóttur fyrir.

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir á von á sínu öðru barn með kærasta sínum Kára Viðarssyni leikara. Hún greindi frá óléttunni í tilefni konudagsins, en hún segir í færslu á Instagram að hana hafi dreymt að hún gangi með stúlku. Þórunn er þó aðeins gengin 17 vikur og veit því ekki kynið. Hún segir að hvort sem það verði drengur eða stúlka verði barnið jafn kærkomið í tilvist hennar. Mbl óskar Þórunni til hamingju með óléttuna!

View this post on Instagram

Gleðilegan konudag! Í fréttum er það helst að ég er á 17 viku á meðgöngu barns. Mig hefur dreymt nokkrum sinnum að þetta sé litil stúlka, en hvort sem það verður drengur eða stúlka er það jafn kærkomið í mína tilvist og er þetta barn umvafið sterkum fallegum konum og það er ég svo ótrúlega þakklát yfir. Því að konur eru ótrúlegar, við getum allt og erum óstöðvand, svo er enginn kraftur jafn sterkur eins og samstaða kvenna. Allar heimsins konur eiga skilið fullkomið jafnrétti, virðingu, ást, skilning og öryggi. Heiðrum okkar konur í dag sem og alla daga ❤️

A post shared by thorunnantonia (@thorunnantonia) on Feb 24, 2019 at 2:36am PST

mbl.is