Er fjórða barnið væntanlegt?

Katrín og Vilhjálmur ásamt börnum sínum þremur.
Katrín og Vilhjálmur ásamt börnum sínum þremur. mbl.is/AFP

Hertogahjónin af Cambridge, Katrín og Vilhjálmur, eru misheit fyrir að stækka fjölskylduna enn frekar. Katrín virðist vera jákvæðari en eiginmaður hennar þegar spurninguna um fjórða barnið bar á góma í heimsókn þeirra á Norður-Írlandi í vikunni er Hello greinir frá. 

Katrín heilsaði upp á lítinn fimm mánaða dreng. „Hann er guðdómlegur,“ sagði Katrín og bætti því við að barnið fengi hana til þess að finna fyrir löngun til þess að eignast annað barn. 

„Ég held að Vilhjálmur gæti verið með smá áhyggjur,“ sagði Katrín þegar faðir barnsins spurði hana út í möguleikann á barni númer fjögur. 

Hjónin Vilhjálmur og Katrín eiga þrjú börn, Georg, Karlottu og Lúðvík. Georg er fimm ára, Karlotta þriggja ára og Lúðvík verður eins árs í apríl. 

Katrín og Vilhjálmur á Norður-Írlandi.
Katrín og Vilhjálmur á Norður-Írlandi. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka