Angelina Jolie vill ekki að börnin eigi vini

Angelina Jolie gerir hlutina öðruvísi. Sem dæmi vill hún að ...
Angelina Jolie gerir hlutina öðruvísi. Sem dæmi vill hún að börnin hennar finni vin í hvert öðru. Ekki ókunnugum jafnöldrum.

Ákveðið misræmi virðist vera hjá erlendum fjölmiðlum í dag þar sem sumir segja að leikarinn Brad Pitt sé sáttur við uppeldisaðferðir fyrrverandi eiginkonu sinnar Angelina Jolie á meðan aðrir segja að hann hafi áhyggjur af þeim leiðum sem hún hefur valið fyrir börnin. 

Jolie og Pitt eiga sex börn saman. Leikaraparið fyrrverandi kemur úr mjög ólíkum áttum. Angeline Jolie er dóttir leikarans Jon Voight og leikkonunnar Marcheline Bertrand. Jolie er fædd árið 1975 en ári síðar skildu þau vegna framhjáhalds Voight. Skilnaðurinn gekk í gegn árið 1980. Brad Pitt er sonur William Alvin Pitt, eiganda vöruflutningafyrirtækis, og Jane Etta sem starfaði lengst af sem ráðgjafi tengt skólamálum. 

Eins og gefur að skilja er nálgun þeirra á barnauppeldi ólík. Eftirfarandi atriði er það sem hún hefur sagt í viðtölum að hún geri tengt börnunum. 

Engar reglur

Jolie er þekkt fyrir að leyfa börnunum að vera sjálfstæð og taka sínar eigin ákvarðanir. Hún er ekki með skýrar reglur á heimilinu, heldur fær hún börnin til að taka þátt í heimilishaldinu, eftir því hvernig liggur á þeim hverju sinni.

Hún og Brad Pitt voru ósammála þegar kom að þessu atriði. Jolie er hins vegar dugleg að nýta sér aðstoð frá fóstrum sem sjá um ákveðna hluti þar sem hún er mikið að vinna líka. 

View this post on Instagram

❤️

A post shared by Angelina Jolie (@angelinajolieofficial) on Dec 24, 2018 at 6:21am PST

Börnin stjórna miklu

Eins og gefur að skilja hafa fóstrur komið og farið í lífi barnanna. Það er rauður þráður í öllu því sem þau segja sem er að börnin stjórna á heimilinu, ekki fóstrurnar. Ef eitthvað kemur upp á tekur Jolie málstað barna sinna.  

Tilfinningar barnanna ganga fyrir

Jolie þurfti að upplifa margt í uppeldi sínu og sá mömmu sína oft í öngum sínum út af pabba hennar. Þetta vill hún ekki bera áfram til barna sinna og passar sig á því að vera sterk fyrir framan börnin. Hún er á því að börn eigi að fá að vera börn og eigi ekki að fara of djúpt ofan í sársauka foreldra sinna. 

Að börnin séu venjuleg

Þrátt fyrir að börn Jolie og Pitt séu börn frægustu leikara í heimi vill Jolie að þau upplifi sig eins og venjuleg börn. Þetta reynir hún að gera eftir fremsta megni. Eldri börn Jolie hafa margsinnis sest niður með henni og útskýrt að það sé erfitt, en hún vill halda í það að þau eigi sem eðlilegasta æsku þrátt fyrir að foreldrarnir séu þekktir. 

Hún gefur hverju barni sinn tíma

Að eiga tíma með hverju barni er mikilvægt að mati Jolie, þar sem hún vill að hvert barn kynnist henni án þess að keppa um athygli annarra systkina á sama tíma. Hún vill mynda sérstök tengsl við hvert barn sitt. 

Hún kynnir þau fyrir mannúðarstörfum

Móðir Jolie var dugleg að starfa að mannúðarmálum og kenndi Jolie það sem síðan skilar því sama til barna sinna. 

Jolie tekur börnin sín með sér á ferðalög um heiminn. Börn Jolie þekkja flóttabörn víða um heiminn og aðstæður þeirra sem minna mega sín. 

Þau læra erlend tungumál

Öll börn Jolie leggja áherslu á eitt tungumál sem er annað en þeirra eigið. Eitt lærir arabísku, annað lærir þýsku, rússnesku og svona mætti lengi áfram telja. Ekkert þeirra er að læra sama tungumálið og má því heyra mörg tungumál á heimilinu. 

Fara ekki í hefðbundna skóla

Öll börn Jolie og Pitt eru með sinn eigin kennara. Þau ferðast víða um heiminn og Jolie velur einungis það besta fyrir börnin sín hverju sinni. Ekkert af börnum þeirra hefur farið í hefðbundna skóla hvað þá í einkaskóla. 

Hún elur þau upp við að vera bindindisfólk

Eftir áskorun Pitt gagnvart áfengi hefur Jolie kennt börnum sínum að áfengi sé eitur. Hún styður mál sitt með nýlegum rannsóknum og brýnir fyrir börnum sínum að verða bindindisfólk. Hún vill gera það sem hún getur til að koma í veg fyrir að börnin þeirra fari sömu leið og faðir þeirra. 

View this post on Instagram

❤️

A post shared by Angelina Jolie (@angelinajolieofficial) on Nov 1, 2018 at 9:09am PDT

Mega ekki leika við jafnaldra

Jolie er lítið fyrir að leyfa börnum sínum að heimsækja önnur börn, að gista hjá vinum og fleira í þeim dúrnum. Þau fá ekki að leika mikið við jafnaldra, heldur er þeim kennt að leika við hvert annað. Að mati Jolie er fjölskyldan þeirra bestu vinir og elur hún á þeirri heimspeki daglega við börnin sín. 

mbl.is