Sleppti varla hendinni af kúlunni

Meghan vonar að barnið sem hún ber undir belti verði …
Meghan vonar að barnið sem hún ber undir belti verði femínisti. mbl.is/AFP

Femínistinn Meghan hertogaynja tók þátt í pallborðsumræðum á alþjóðlegum baráttudegi kvenna í London á föstudag. Mikið fór fyrir væntanlegum erfingja en Meghan sleppti varla höndunum af kúlunni. 

Mikið hefur verið fjallað um þörf Meghan fyrir að snerta kúluna en hún er ekkert að reyna fela það. Hún talaði um hreyfingarnar í kúlunni á pallborðsumræðunum eins og kemur fram á vef Time og er komin með kenningu. 

„Ég finn fóstrið sparka af femínisma,“ er eitthvað sem Meghan hefur verið að grínast með síðustu vikur. Segist hún hafa heyrt þessu fleygu orð í heimildarmynd um femínisma á Netflix. Vonast hún að minnsta kosti að það sé tilfellið í tilviki litlu kúlunnar sinnar þegar spörkin koma hvort sem þar leynist stelpa eða strákur. 

Heimildarmyndin sem Meghan vitnaði í er Feminists: What Were They Thinking? síðan árið 2018. Myndin skartar meðal annars Laurie Anderson, Lily Tomlin og Jane Fonda. 

Meghan hertogaynja er ólétt af sínu fyrsta barni.
Meghan hertogaynja er ólétt af sínu fyrsta barni. mbl.is/AFP
Meghan er alltaf með hendurnar á kúlunni.
Meghan er alltaf með hendurnar á kúlunni. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert