Að eiga barn með Downs er best

Scott Robb á son með Downs-heilkenni. Hann segir að sonurinn …
Scott Robb á son með Downs-heilkenni. Hann segir að sonurinn sé það besta sem hefur komið fyrir hann. mbl.is/skjáskot Youtube

Scott Robb sem á son með Downs-heilkenni lenti í að vera í verslun að velja mynd þegar hann heyrði tvo drengi sem voru með föður sínum í sömu verslun að velja kvikmynd um Downs-heilkennið. Hann heyrði annan soninn spyrja föður sinn hvað Downs-heilkennið væri? Faðirinn reynir af veikum mætti að útskýra fyrir barni sínu að fólk með Downs-heilkenni sé með sjúkdóm. Í raun sjúkdóm vanþekkingar. 

Faðir drengsins með Downs-heilkennið hafði ekki hugrekki til að segja skoðun sína í versluninni, þótt hann hefði þessa innri rödd sem sagði honum: Segðu þeim hvað Downs-heilkennið er raunverulega. 

„En ég gerði það ekki og brást þannig syni mínum. Mér finnst ég þurfa að leiðrétta það sem ég gerði áðan. Downs-heilkenni er bókstaflega það fallegasta sem hefur komið fyrir mig. Það er skemmtilegt, frábært, fyndið, ástríkt, ljúft, knúsandi. Fólk með Downs-heilkennið er frábærir kennarar. Þetta er ekki sjúkdómur eða vangeta. Þó að þú lesir hægar, eða hlaupir ekki jafn hratt. Það þýðir ekki að þú sért með vangetu. Vangeta er huglægt mat. Vel menntað fólk hefur ekki meira að kenna en sonur minn. Það hefur öðruvísi þekkingu, en hans þekking er ekki síður mikilvæg. 

Að eiga son með Downs-heilkenni er bókstaflega það besta sem hefur komið fyrir mig. Það er það sem mig langaði að segja í versluninni áðan en hafði ekki kjark til þess. Þess vegna ákvað ég að segja það hér. Til að standa með syni mínum og öðru fólki með Downs-heilkenni,“ segir Scott Robb á myndbandi sem hann setti á samfélagsmiðla í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert