Herbergið tilbúið en þrír mánuðir í barnið

Arna Ýr Jónsdóttir er búin að gera klárt fyrir væntanlegan ...
Arna Ýr Jónsdóttir er búin að gera klárt fyrir væntanlegan frumburð.

Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir á von á barni 15. júní með kærasta sínum Vigni Þór Bollasyni. Þrátt fyrir að enn sé nokkuð langt í komu frumburðarins er Arna Ýr komin nokkuð langt með að gera allt tilbúið. 

Hún sýndi fylgjendum sínum á Instagram myndir úr herberginu sem dóttirin mun fá. Bleiki liturinn er áberandi í heberginu en Arna Ýr er búin að nostra við herbergið. Ásamt því að fá gefins vörur eins og algengt er meðal áhrifavalda koma föndurhæfileikar Örnu Ýrar vel í ljós í herberginu. 

Greindi hún frá því að hafa sjálf föndrað himnasængina en yfir rúminu er afar falleg himnasæng með fallegum blómakransi. Á veggnum hinum megin í herberginu er svo krúttleg grein með blómum sem Arna Ýr segist hafa handmálað á vegginn. 

skjáskot/Instagram
Arna Ýr málaði þessa grein á vegg í herbergið sem ...
Arna Ýr málaði þessa grein á vegg í herbergið sem dóttir hennar mun fá. skjáskot/Instagram
Bleiki liturinn er áberandi í herberginu.
Bleiki liturinn er áberandi í herberginu. skjáskot/Instagram
mbl.is