Risastór nýburi setti þyngdarmet

Viðtal birtist við móðurina í fréttum í Bandaríkjunum.
Viðtal birtist við móðurina í fréttum í Bandaríkjunum. skjáskot/Youtube

Móðir í New York-ríki setti á dögunum met þegar hún fæddi dóttur sína. Var stúlkubarnið sem fékk nafnið Harper það stærsta sem fæðst hefur á spítalanum Arnot Odgen Medical Center frá upphafi skráninga. Var jafnvel talið að hún væri það stærsta sem fætt hefur verið í öllu New York-ríki. 

Móðirin Joy Buckley sagði í viðtali við fréttastofu WETM að hún hafi búist við stóru barni en þó ekki tæplega sjö kílóa þungu barni. Stúlkan var rúmlega 6,8 kílóa þung þegar hún kom í heiminn og með mikið hár eins og sjá má á mynd og myndbandi. 

Buckley-hjónin reyndu í sjö ár að eignast börn. Þau gáfust upp á því að lokum og ættleiddu dóttur. Stuttu seinna varð Buckley ólétt af syni og nú síðast kom stóra dóttirin í heiminn. Segist hún vonast til þess að saga þeirra gefi öðrum pörum sem glíma við ófrjósemi von. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert