Hvað segja ferðaplönin um óléttuna?

Harry og Meghan.
Harry og Meghan. mbl.is/AFP

Karl Bretaprins og Camillia eiginkona hans hafa talað um það á opinberum vetvangi að þau séu spennt fyrir væntanlegum erfingja Harry og Meghan. Karl og Camilla fara í opinbert ferðalag í byrjun maí sem getur gefið skyn að Meghan muni vera búin að eiga í síðasta lagi í byrjun maí. 

People greinir frá því að búið sé að tilkynna að Karl og Camilla fari í þriggja daga opinbera heimsókn til Þýskalands 7. maí. Er því haldið fram að búist sé við því að Karl og Camilla verði í Englandi þegar barnið fæðist og því muni það fæðast fyrir brottfört Karls og Camillu. 

Áður hefur komið fram að Meghan og Harry eigi von á sínu fyrsta barni í lok apríl eða byrjun maí. Er líklegt að settur dagur sé því í kringum páskana ef þessar spár ganga eftir en ef Meghan gengur fram yfir settan dag er von á barninu í byrjun maí í síðasta lagi. 

Mamma Meghan, Doria Ragland, Karl Bretaprins og Camilla.
Mamma Meghan, Doria Ragland, Karl Bretaprins og Camilla. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert