Setti kalt hvítkál á brjóstin

Það getur verið áskorun að vera með barn á brjósti. ...
Það getur verið áskorun að vera með barn á brjósti. Stundum flæðir of mikil mjólk og stundum of lítil. Kalt hvítkál virðist virka ágætlega til að minnka þegar flæðið er of mikið.

Á vefsíðunni Big City Mums má finna hvar stærstu barnasturturnar (e. Baby Shower) eru haldnar reglulega í Bandaríkjunum. Fyrirtækið leiðir saman vörulínur og foreldra ungra barna og á vefsíðu þeirra má finna áhugaverðar greinar um allt sem fylgir því að vera nýbakað foreldri. Big City Mums eru einnig með síðu á Instagram þar sem hægt er að fá ráð og deila á móti því sem hefur virkað fyrir þig.

Nýverið birtist færsla þar sem ung móðir birtir mynd af sér með nýfæddu barni sínu. Hún talar um hversu margslungin brjóstagjöfin getur verið. Hún mælir með köldu hvítkáli til að minnka mjólkina í brjóstunum þegar hún kemur of snöggt í þau og spyr um fleiri góð ráð og hvort annað fólk hafi reynslu af kalda kálinu. 

Svörin stóðu ekki á sér. 

„Ég hélt að kalt hvítkál væri til að þurrka upp brjóstin?“

„Áhugavert, ætla að prófa. Ég mæli einnig með heitu hvítkáli til að örva mjólkina.“

„Kalt hvítkál er frábært fyrir „stálma“ - heita gott til að örva.“

„Verkjatöflur og tveir sport brjósthaldarar til að minnka mjólkina.“

„Haltu áfram að gera hvað eina sem lætur þér líða betur.“

„Úff, maður gleymir aldrei sársaukanum á fyrstu dögum brjóstagjafar. Gangi þér vel.“

mbl.is