Faðir í þriðja sinn með 30 árum yngri konu

Hjónin Vincent Cassel og Tina Kunakey voru dugleg að sýna …
Hjónin Vincent Cassel og Tina Kunakey voru dugleg að sýna bumbuna á Instagram. skjáskot/Instagram

Franski stórleikarinn Vincent Cassel eignaðist barn á dögunum með eiginkonu sinni, frönsku fyrirsætunni Tinu Kunakey. Hjónin gengu í hjónaband í ágúst á síðasta ári en 30 ára aldursmunur er á þeim. Cassel er 52 ára en fyrirsætan einungis 22 ára. 

„Amazonie er fædd,“ skrifaði stoltur faðirinn á Instagram að því kemur fram á vef People. Hjónin eru sögð dvelja hluta árs í Brasilíu og virðist nafn dótturunnar vera komið þaðan. 

Þetta er þriðja barn Cassel sem á fyrir Devu sem fædd er árið 2004 og Léonie sem fædd er árið 2010 með fyrrverandi eiginkonu sinni en Cassel var kvæntur frönsku leikkonunni Monicu Bellucci í 14 ár. 

View this post on Instagram

Amazonie est née ❤️

A post shared by Vincent Cassel (@vincentcassel) on Apr 19, 2019 at 8:55am PDT
Vincent Cassel á fótboltaleik í París í mars.
Vincent Cassel á fótboltaleik í París í mars. mbl.is/AFP
mbl.is