Dæturnar fá ekki að hafa síma

Nicole Kidman og Keith Urban eiga tvær dætur saman.
Nicole Kidman og Keith Urban eiga tvær dætur saman. mbl.is/AFP

Leikkonan Nicole Kidman er ekki bara heimsfræg Hollywood-stjarna heldur er hún móðir tveggja stúlkna á grunnskólaaldri sem hún á með eiginmanni sínum Keith Urban. Í viðtali við Vanity Fair kemur fram að Kidman og eiginmaður hennar taka virkan þátt í uppeldinu og setja skýrar reglur á heimilinu. 

Þær Sunday og Faith, tíu og átta ára, eiga upptekna foreldra og fara því reglulega með móður sinni á tökustaði og eru þá með einkakennara. Ef þær koma ekki með þá reynir Kidman að fljúga eins oft og hún getur heim til Nashville að hitta þær. 

Kidman segist reyna að setja ákveðnar reglur á heimilinu jafnvel þótt það geri börn hennar óvinsæl. „Þær eiga ekki síma og ég leyfi þeim ekki að vera á Instagram,“ segir Kidman um reglurnar á heimilinu. 

Dæturnar fá gott tónlistarlegt uppeldi á heimilinu og spilar sú yngri á fiðlu. Sú eldri spilar á píanó auk þess sem hún er sögð sýna starfi móður sinnar áhuga en Kidman reynir þó eftir bestu getu að ýta ekki ungum dætrum sínum í það að feta í fótspor þeirra hjóna. „Ég hef komist að því að þú getur ekki fengið börn til þess að gera hvað sem er. Ég meina, enginn hvatti mig til þess að verða leikari, ef eitthvað þá reyndu þau að fá mig ofan af því,“ sagði Kidman um uppeldið. 

Nicole Kidman.
Nicole Kidman. mbl.is/AFP
mbl.is