Hvað eru mömmur að meina?

Það er ekki alltaf auðvelt að skilja mæður. Tina Fey, …
Það er ekki alltaf auðvelt að skilja mæður. Tina Fey, Emma Thompson og Amy Poehler leggja sig fram um að útskýra hvað mæður eru raunverulega að segja.

Að tilefni mæðradagsins tóku þær Tina Fey, Emma Thompson og Amy Poehler sig saman fyrir gamanþáttinn Saturday Night Live og útskýrðu tungumál mæðra. 

Þær eru á því að mæður noti dulmál og að falin meining sé í almennum setningum sem þær nota. Þetta kemur fram á vefsvæði The Cut.

„Sem móðir sjálf langar mig að bjóða upp á tungumálakennslu til að auðvelda ykkur að skilja hvað við mæður meinum með því sem við segjum,“ segir Thompson.

Þegar við segjum að okkur líki við skyrtuna eða toppinn sem þú ert í, þá erum við að meina: „Er þetta ekki eitthvað sem ég keypti á þig?“

Þegar við segjum: „Þú ert þreytuleg/þreytulegur þá erum við að meina að þú lítir illa út.“

Mælt er með því fyrir alla sem eiga erfitt með að skilja mæður sínar að horfa á þáttinn og læra tungumál mæðra betur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert