Amman um nýja óvenjulega nafnið

Kim Kardashian ásamt móður sinni Kris Jenner.
Kim Kardashian ásamt móður sinni Kris Jenner. AFP

Kim Kardashian og Kanye West eignuðust sitt fjórða barn hinn 10. maí. Móðuramma drengsins, Kris Jenner, er hæstánægð með nafnið á barninu en sonurinn fékk nafnið Psalm sem þykir nokkuð óvenjulegt. 

Í viðtali við ET í vikunni sagði hún að dóttir sín og tengdasonur hefðu fengið innblástur að nafninu úr Biblíunni en Psalm er sálmur í Gamla testamentinu. „Mér finnst það bara yndisleg leið til þess að fagna því hvernig þeim líður. Og hann er svo mikil blessun svo það er fullkomið,“ sagði amman. 

Heimildarmaður People segir Kanye West vera mjög upptekinn af Biblíunni um þessar mundir. Hann lesi hana reglulega og sé sérstaklega hrifinn af Davíðssálmunum sem hann segir mikla visku í. 

Hjónin eru þekkt fyrir að leggja mikið upp úr því að finna óvenjuleg nöfn á börn sín sem hafa þó mikla þýðingu fyrir þau. Dæturnar heita North og Chicago en drengirnir Saint og Psalm. Þau Chicago og Psalm komu í heiminn með hjálp staðgöngumóður. 

Kim Kardashian og Kanye West.
Kim Kardashian og Kanye West. mbl.is/AFP
mbl.is