Áskorun að vera mamma í viðskiptum

Kylie Jenner hefur í mörgu að snúast yfir daginn. Hún …
Kylie Jenner hefur í mörgu að snúast yfir daginn. Hún tekur dóttur sína með sér í vinnuna daglega. mbl.is/AFP

Dagur í lífi Kylie Jenner er enginn venjulegur dagur. Hún vaknar upp fyrir sex á morgnana. Er með Stormi dóttur sinni, en fer síðan í förðun og hár og stór hluti dagsins fer í að velja fatnað, fylgihluti og bíla. Hún er með stóra skrifstofu, þar sem hún er eitt mesta viðskiptaveldið innan Kardashian-fjölskyldunnar. 

Leiðin sem Jenner fer til að sameina móðurhlutverkið og viðskiptin er að láta innrétta stórt herbergi á skrifstofu sinni, sem leikherbergi fyrir Stormi. 

Í degi í lífi hennar má sjá togstreituna sem fylgir því að eiga lítið barn og að halda öllu gangandi. Hún býður Stormi með sér á alla fundi og er þannig alltaf til taks fyrir barnið yfir daginn.

Áhugasamir geta séð myndbandið hér fyrir neðan. Jenner er rétt rúmlega tvítug að aldri en virðist ná tökum á því að halda mörgum boltum á lofti, sér í lagi að verða móðir sjálf. Þó margir tengi án efa lítið við þann veruleika sem hún lifir í. 

mbl.is