Játningar móður og mammviskubitið

„Ég er svo heppin að vera mamma, hlutverk sem ég þráði að sinna allt frá frá því að ég var lítil stelpa í mömmó. Ég elska börnin mín og vil þeim allt það besta í lífinu. Þegar ég varð móðir í fyrsta sinn þá byrjaði ég hlutverkið með ákveðinn misskilning í farteskinu. Ég hélt ég þyrfti að vera fullkomin mamma. Ég vildi standa mig vel, ég vildi vernda barnið mitt. En þegar á leið þá uppgötvaði ég að það er ekkert sem heitir „fullkomin mamma“. Ég reyni mitt besta en stundum tekst mér ekki nógu vel til,“ segir Gunna Stella heilsumarkþjálfi, fyrirlesari og kennari í sínum nýjasta pistli: 

Ég reyni að passa upp á börnin mín séu snyrtileg, fái nærandi mat, sinni heimanámi, fái tækifæri til að stunda tómstundir, sinna áhugamálum sínum og vináttu við önnur börn o.s.frv. Það koma dagar þar sem ég uppgötva (þegar börnin eru sofnuð) að ég gleymdi að láta þau lesa eða að senda þau á fimleikaæfingu og þess háttar. Sem betur fer hef ég lært að það er allt í lagi að gera ekki allt 100% rétt. 

Ég þarf oft að segja nei við börnin mín, það er stundum erfitt en ég veit að það er þeim fyrir bestu. Ég þarf líka stundum að kenna börnunum mínum þolinmæði, t.d með því að kenna þeim að safna fyrir hlutum sem þeim langar til að eignast eða hreinlega bíða eftir að röðin komi að þeim.

Í vikunni fjallaði ég um það á Instagram að Móðurhlutverkið er margslungið og hef ég oft upplifað svokallað Mammviskubit. Ég hef sannfært sjálfa sig um að ég séu ekki nógu góð og fer að bera mig saman við mömmuna í næsta húsi eða mömmuna sem ég er nýfarin að fylgja á Instagram. Við mömmur erum ólíkar, höfum mismunandi hæfileika og nálgumst lífið frá mismunandi sjónarhorni. Við þurfum ekki að vera fullkomnar og við megum viðurkenna það þegar okkur tekst ekki nógu vel til.

 

View this post on Instagram

*English below 😉 Mamma, viltu halda á mér? Já í smástund og svo þarft þú líka að ganga sjálfur Lúkas minn👏 en ég er svo þreyttur. Já, ég veit en þu þarft líka að æfa þig að fara í gönguferðir👋 Að vera mamma er BEST en það er líka krefjandi. Ég hef oft reynt að vera fullkomin mamma en komst að því fyrir löngu síðan að það er ekki hægt. Ég reyni mitt besta en hef oft fengið #Mammviskubit. Ég hef gleymt að fara með börnin á æfingar, gleymt að láta lesa heima og allskonar annað...EN ég geri mitt besta og reyni að baða börnin mín í ást, skilning og umhyggju ásamt dass af aga hvern dag. Eitt af því sem ég hef reynt að gera í vegferð minni í átt að Einfaldara lífi er að pakka Mammviskubitinu ofan í tösku, henda töskunni upp á háaloft og hætta að burðast með hana. Ég er mamma og ég ELSKA það og reyni að gera mitt besta hvern dag❤ #mammviskubit #mammviska #einfaldaralif #jkxkbb

A post shared by Gunna Stella (@gunnastella) on Jun 6, 2019 at 9:57am PDT

 

Hluti af mínu ferli í átt að einfaldara lífi hefur verið að taka aðstæðum eins og þær eru. Stundum er lífið auðvelt og stundum er það bara flókið. Eitt af því er að horfast í augu við það að ég er ekki fullkomin mamma en ég er góð mamma sem umvef börnin mín kærleika og ást og reyni ekki að setja þau öll í sama mót. Þau eru jafn misjöfn eins og þau eru mörg en öll hafa þau að geyma frábæran persónuleika sem þarf að fá bestu skilyrði til að vaxa. Bestu skilyrðin fyrir þau eru ást, kærleikur, þolinmæði, umhyggjusemi, rétt magn af aga og dass af ófullkomleika. Já, það er stundum gott fyrir þau að sjá að mamma er ekki fullkomin.

mbl.is