„Börnin vita ekki að þetta er ég“

Stöllurnar Donna og Kelly í Beverly Hills eða Tori Spelling …
Stöllurnar Donna og Kelly í Beverly Hills eða Tori Spelling og Jennie Garth.

Leikkonan Tori Spelling fór með hlutverk Donnu í þáttunum Beverly Hills 90210. Þegar hún sýndi börnunum gamla þætti þekktu þau hana ekki. 

Spelling sem er í dag 46 ára er móðir fimm barna sem eru fædd á árunum 2007, 2008, 2011, 2012 og 2017. 

Á dögunum mætti hún í þáttinn  2DayFM's Breakfast Show with Grant, Ed & Ash og sagði frá því að börnin hafi ekki þekkt hana í þættinum Beverly Hills 90210 sem hafi verið ákveðinn skellur. 

„Í fyrsta skipti sem ég sýndi elsta barninu mínu gamla þætti kom í ljós að þau þekktu mig ekki,“ segir hún og hlær. 

View this post on Instagram

@torispelling’s kids couldn’t find mum on the screen when they watched #BH90210 😂

A post shared by 2DayFM Breakfast (@2dayfmbreakfast) on Jun 18, 2019 at 12:17am PDTLeikkonan Tori Spelling.
Leikkonan Tori Spelling. mbl.is/AFP
mbl.is