12 milljón króna hálsmen í afmælisgjöf

Þau Cardi B og Offset sjá til þess að dóttir …
Þau Cardi B og Offset sjá til þess að dóttir þeirra eigi nóg af skartgripum. AFP

Það er ekkert sparað til á heimili rapparanna Cardi B og Offset þegar skartgripir eru annars vegar. Þau hjónin gáfu Kulture, dóttur sinni, sem verður eins árs í byrjun júlí, hálsmen sem kostaði 100 þúsund Bandaríkjadali, eða 12,4 milljónir íslenskra króna. 

Hálsmenið er með myndum af fígúrunum úr barnaefninu Word Party, sem Cardi B segir að dóttir hennar elski. Hálsmenið er frá skartgripaframleiðandanum Eliantte. 

Kulture er eina barn þeirra hjóna saman, en Offset á þrjú önnur börn úr fyrri samböndum. 

View this post on Instagram

KULTURE new chain ❤️WORD PARTY its her fav ❤️Thanks @eliantte .....YOU KNOW A BAD BITCH GON SPOIL HER.

A post shared by MOSTHATEDCARDI (@iamcardib) on Jun 20, 2019 at 3:55pm PDT

mbl.is