Mega vera samkynhneigð Vilhjálms vegna

Vilhjálmur í heimsókninni í dag.
Vilhjálmur í heimsókninni í dag. AFP

Vilhjálmur Bretaprins sagði að börnin hans mættu vera samkynhneigð hans vegna í heimsókn til hinsegin samtaka í London í dag. Hann sagði þó að hann myndi hafa áhyggjur af þeim að koma opinberlega fram sem samkynhneigð, þar sem þau eru í konungsfjölskyldunni. The Guardian greinir frá.

Ungur samkynhneigður maður í heimsókninni spurði Vilhjálm hvað hann myndi segja við því í framtíðinni, ef börn hans segðust vera samkynhneigð. 

„Ég held að maður fari ekki að hugsa um þetta fyrr en maður verður foreldri og augljóslega myndi það vera í lagi mín vegna. Það eina sem ég myndi hafa áhyggjur af er, sérstaklega því börnin mín þurfa að sinna ákveðnum skyldum er, hvernig því yrði tekið og hvernig það yrði túlkað. Þannig að við Katrín höfum talað mikið við þau um það til að reyna að undirbúa þau,“ sagði Vilhjálmur.

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja eiga þrjú börn, þau Georg, Karlottu og Lúðvík. 

Vilhjálmur ásamt fjölskyldu sinni.
Vilhjálmur ásamt fjölskyldu sinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert