Salka Sól og Arnar eiga von á barni

Salka Sól og Arnar Freyr.
Salka Sól og Arnar Freyr. mbl.is/​Freyja Gylfa

Tónlistarfólkið Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason eiga von á sínu fyrsta barni saman. „Loksins einn lítill lurkur á leiðinni hjá okkur,“ skrifar Salka Sól á Instagram. „Getum ekki beðið eftir því að verða fjölskylda.“ Barnavefur Mbl.is óskar þeim til hamingju með óléttuna. 

Salka Sól og Arnar Freyr eru trúlofuð og stefna á að gifta sig í sumar eins og Salka Sól greindi frá í viðtali á K100 í vor. „Það var aldrei draumur hjá mér að verða brúður, ég hélt kannski að ég myndi aldrei gifta mig, en svo varð ég bara ástfangin upp fyrir haus að mig langaði bara,“ sagði Salka Sól um brúðkaupið. 

View this post on Instagram

Loksins einn lítill lurkur á leiðinni hjá okkur ❤👼 getum ekki beðið eftir því að verða fjölskylda ❤

A post shared by 🔸S A L K A 🔸 S Ó L 🔸 (@salkaeyfeld) on Jul 2, 2019 at 5:42am PDT

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu