Skrítnasta kynjaveisla í heimi

Shay Mitchell hélt frekar furðulega kynjaveislu.
Shay Mitchell hélt frekar furðulega kynjaveislu. skjáskot/Instagram

Leikkonunni Shay Mitchell tókst að halda óléttu sinni frá sviðsljósinu í 6 mánuði en nú er hún tilbúin að deila öllu með umheiminum. Hún birti nýlega myndband úr kynjaveislunni þar sem hún og kærasti hennar, Matte Babel, komust að hvaða kyn ófætt barn þeirra er. 

Það er óhætt að segja að þau hafi farið ótroðnar slóðir í veislunni en til þess að komast að því af hvaða kyni barnið er notuðu þau Power Rangers-fígúrur. Mitchell og Babel komu sér fyrir í bakgarði sínum og síðan komu bleika fígúran og bláa úr Power Rangers og börðust.

Í lokin vann svo bleika fígúran og settist í fang verðandi foreldrannam rennandi blaut eftir slag í sundlauginni við bláu fígúruna. Það þýddi auðvitað að Mitchell og Babel eiga von á stúlku.

mbl.is