Uppeldisráð Juliu Roberts

Julia Roberts er þriggja barna móðir.
Julia Roberts er þriggja barna móðir. mbl.is/AFP

Leikkonan með breiða brosið, Julia Roberts, ræddi meðal annars foreldrahlutverkið í nýju forsíðuviðtali við Marie Claire. Roberts sem er 51 árs á 14 ára gömlu tvíburana Hazel og Phinnaeus og hinn 12 ára gamla Henry með eiginmanni sínum Danny Moder. Hún segir traust vera lykilatriði í barnauppeldinu. 

„Börnin mín heilla mig upp úr skónum. Það er mjög skemmtilegt hjá okkur. Þegar þau eru fimm finnst þér eins og það sé besti aldurinn og þegar þau eru sjö þá er það besti aldurinn og 12 ára, þá er það besti aldurinn. Þau eru yndisleg,“ sagði Roberts um börnin sín. 

„Ég treysti. Stundum með áhyggjur líka en eins og systir mín segir: „Ekki vera með áhyggjur ef það er ekkert til þess að hafa áhyggjur yfir.“.“ Roberts spyr einmmitt hver sé tilgangurinn að kvíða einhverju ef það er engin ástæða til. „Ég reyni að vera til staðar og treysta þeim.“

Það að vera til staðar fyrir börnin þýðir einnig að Roberts og eiginmaður hennar sem er kvikmyndatökumaður þurfa að velja verkefni sín vel fjölskyldunnar vegna. Roberts þarf að huga að fleiru þegar hún velur sér verkefni en kvikmyndastjörnunni Juliu Roberts. 

„Eiginmaðurinn minn og ég reynum að vinna ekki saman. Það getur gerst, en það eru verkefnin mín, verkefni Dannys, skólaskipulag barnanna, þetta snýst allt um skipulag.“

View this post on Instagram

That pretty mama in the middle. We love you so much.

A post shared by modermoder (@modermoder) on May 12, 2019 at 2:59pm PDT

Óþarfa áhyggjur eru ekki að trufla Juliu Roberts.
Óþarfa áhyggjur eru ekki að trufla Juliu Roberts. mbl.is/AFP
mbl.is