Svona völdu Shayk og Cooper nafnið

Irina Shayk og Bradley Cooper eiga eina dóttur.
Irina Shayk og Bradley Cooper eiga eina dóttur. mbl.is/AFP

Í byrjun sumars var greint frá því að Bradley Cooper og Irina Shayk væru hætt saman. Fyrrverandi parið deilir þó enn hinni tveggja ára gömlu Leu de Seine. Shayk opnar sig um móðurhlutverkið í nýju viðtali við Harper's Bazaar og greinir meðal annars frá því hvernig þau Cooper völdu nafnið á dóttur sína. 

Nafnið Lea kemur úr fjölskyldu ofurfyrirsætunnar sem er frá Rússlandi. Segir Shayk að föðuramma sín hafi verið kölluð Galina og út frá því kom nafnið. Shayk er með nafnið Galina húðflúrað á öðrum ökklanum. 

„Móðir föður míns var ein sterkasta konan í mínu lífi,“ útskýrði Shayk í viðtalinu. „Það var hvetjandi að alast upp í kvennafjölskyldu af því þú lærir svo mikið af sterku konunum í lífi þínu.“

Seinna nafn litlu stúlkunnar er Seine en það kemur frá ánni Signu sem rennur meðal annars um París. 

Irina Shayk.
Irina Shayk. mbl.is/AFP
mbl.is