Hættulegar slysagildrur sem læknar forðast

Trampólín geta verið hættuleg.
Trampólín geta verið hættuleg. mbl.is/Colourbox

Byssur eru ekki bara hættulegar þegar börn eru annars vegar. Læknar í Bandaríkjunum voru spurðir hvaða venjulegu hlutir væru hættulegir að því fram kemur á vef Health og kom margt forvitnilegt í ljós. Trampólín og núðlusúpur eru meðal stórhættulegra hluta. 

Trampólín

Trampólín eru sérstaklega vinsæl hjá börnum en einn læknir sagði að margir samstarfsmenn sínir vilji ekki sjá trampólín heima hjá sér. Fjölmargir brjóta bein og meiðast á hálsi á trampólíni. Net í kringum trampólín sagði hann veita foreldrum falskt traust.  

Sundlaugar

Það eru fáir með sundlaugar heima hjá sér á Íslandi en fleiri með heita potta. Bandarískur læknir sagðist oft sjá börn, jafnvel börn sem kunna að synda, drukkna í sundlaugum. Læknirinn sagðist sjálfur fara með börnin sín í sundlaugar en vill ekki hafa hættuna til staðar heima hjá sér.

Byssur

Barnalæknir á bráðadeild í Atlanta í Bandaríkjunum segist ekki mótfallinn því að almenningur fái að eiga byssur. Hann segist þó hafa séð of mikið af sjálfsmorðum hjá unglingum og slysum hjá ungum börnum að hann myndi ekki einu sinni leyfa börnum sínum að fara í heimsókn þar sem byssa er á heimilinu. 

Gamlar verkjatöflur

Annar læknir mælti með því að fólk losi sig alltaf við lyf sem ekki þarf að nota. Segir hann ein útrunnin tafla geta valdið dauða barns.

Núðlusúpur

Læknir segir að matur eins og núðlusúpur sem hitaðar eru í frauðplastílátum í örbylgjuofni stórhættulegur þegar börn eru annars vegar. Segir læknirinn þetta vera helsta ástæða þess að lítil börn brenni sig. 

Hættulegir stólar

Annar læknir segir að algengasta ástæðan fyrir því að börn innan við eins árs komi á slysadeild sé sú að þau hafi dottið. Sagðist hann hafa hitt mörg börn sem höfðu dottið aftur fyrir sig úr háum stól eftir að hafa spyrnt sér frá borði. 

Einn læknir vildi ekki sjá sundlaug heima hjá sér.
Einn læknir vildi ekki sjá sundlaug heima hjá sér. Ljósmynd/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert